Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að TARGET 2 - 563 svör fundust
Niðurstöður

Í Morgunblaðinu birtist nýlega frétt um að Evrópusambandið hefði bannað ensku fyrirtæki að greiða hærra tímakaup en lágmarkslaun. Er þetta rétt?

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst er frétt Morgunblaðsins að mestu rétt. Á hinn bóginn er ekki alveg rétt farið með efni hennar í spurningunni hér að ofan. Þannig hafa engar fréttir verið sagðar af því að Evrópusambandið hafi bannað ensku fyrirtæki að greiða hærra tímakaup en lágmarkslaun heldur hafi bresk s...

Hverjar eru nýjustu breytingarnar á stefnu Evrópusambandsins í tóbaksvarnarmálum?

Hátt hlutfall reykingamanna sem og fjöldi dauðsfalla af völdum reykinga hafa verið Evrópusambandinu hugleikin málefni. Sambandið hefur gripið til ýmissa aðgerða til að reyna að fækka reykingamönnum og voru nýjustu aðgerðirnar samþykktar 10. júlí 2013. Þær fela í sér breytingar á gildandi tilskipun um tóbaksvörur s...

GATT-samkomulagið

Árið 1947 náðu 23 ríki almennu samkomulagi um tolla og viðskipti með undirritun GATT-samkomulagsins (e. The General Agreement on Tariffs and Trade, GATT). Í samkomulaginu fólst meðal annars takmarkað umboð, lagalegar skuldbindingar og grundvallarkerfi til að setja niður deilur um viðskipti milli aðildarríkjanna. ...

Er algengt að aðildarríki ESB myndi klíkur eða bandalög? - Myndband

Aðildarríki Evrópusambandsins starfa gjarnan saman þegar hagsmunir þeirra eiga samleið til að auka áhrif sín innan sambandsins. Þar sem engin tvö ríki eiga nákvæmlega sömu hagsmuna að gæta eru hagsmunabandalög yfirleitt ekki langlíf heldur einangruð við einstök málefni. Sum hagsmunabandalög hafa þó verið starfrækt...

Hvaða aðildarríki ESB héldu þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um aðild að ESB?

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst hefur ekkert ríki, hvorki aðildarríki ESB né annað, efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort það ætti að sækja um aðild að ESB eða ekki. Allt í allt er vefnum þó kunnugt um að fram hafi farið 44 ESB-tengdar þjóðaratkvæðagreiðslur. Fjallað er nánar um þær í svari við spurn...

Nefnd fastafulltrúa aðildarríkja ESB

Nefnd fastafulltrúa aðildarríkjanna (fr. Comité des représentants permanents, COREPER) gegnir því hlutverki að undirbúa fundi ráðherraráðsins. Öll mál sem koma fyrir nefndina eru rædd og skjöl yfirfarin áður en þau fara fyrir ráðherraráðið. Nefnd fastafulltrúanna skiptist í tvær aðskildar nefndir sem hvor um sig h...

Samevrópska flugsvæðið

Samevrópska flugsvæðið (e. European Common Aviation Area, ECAA) er fjölhliða samningur milli Evrópusambandsins, EES-ríkjanna og fimm ríkja á Balkanskaganum (Albaníu, Bosníu og Hersegóvínu, Makedóníu, Serbíu, Svartfjallalands og Kósóvó). Tilgangurinn með samningnum er að koma á sameiginlegu flugsvæði sem grundvalla...

Stofnun ESB í öryggisfræðum

Stofnun ESB í öryggisfræðum (e. European Union Institute for Security Studies, EUISS) var komið á fót árið 2002. Hún er sjálfstæð stofnun Evrópusambandsins og starfar undir sameiginlegri stefnu ESB í utanríkis- og öryggismálum. Meginhlutverk stofnunarinnar er að greina álitaefni í utanríkis-, öryggis- og varnar...

Norður-Atlantshafsráðið

Norður-Atlantshafsráðið (e. North Atlantic Council, NAC) er helsti vettvangur ákvarðanatöku innan Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO). Ráðið mótar stefnu NATO, fylgist með rekstri verkefna á vegum bandalagsins, samþykkir fjárhagsáætlanir þess og tekur allar helstu ákvarðanir sem tryggja eðlilega starfsemi stofnu...

Mundu sameiginleg ríkisskuldabréf evruríkjanna hafa í för með sér að íslenska ríkið gæti tekið lán á hagstæðari vöxtum, ef Ísland væri aðili að myntbandalaginu?

Hugmyndin um sameiginleg ríkisskuldabréf evruríkjanna hefur verið mikið í umræðunni á síðastliðnum tveimur árum. Hún er rædd sem hugsanleg lausn við ríkisfjármálakreppunni á evrusvæðinu. Hugmyndin er þó mjög umdeild og sem stendur er í fyrsta lagi óljóst hvort hún verði að veruleika og í öðru lagi hvernig fyrirkom...

Hver var afstaðan til aðildar að ESB samkvæmt skoðanakönnunum í umsóknarríkjum árin fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur, í þeim löndum sem þær voru haldnar?

Þjóðaratkvæðagreiðslur um aðild að Evrópusambandinu fóru fram í 15 af 28 núverandi aðildarríkjum sambandsins. Fjallað er um niðurstöður atkvæðagreiðslnanna í svari við spurningunni Hafa öll aðildarríki ESB kosið í lýðræðislegri kosningu um aðild að ESB? Góðar upplýsingar um afstöðuna til aðildar í umsóknarríkj...

Hvað mundi breytast við aðild að Evrópusambandinu varðandi póstverslun?

Helstu breytingarnar sem aðild að Evrópusambandinu hefði í för með sér varðandi póstverslun lúta að tollum annars vegar og fyrirkomulagi virðisaukaskattsinnheimtu hins vegar. – Núverandi umhverfi póstverslunar á Íslandi býður upp á ýmsa möguleika til einföldunar óháð aðild að ESB og hefur Alþingi nýverið ákveðið a...

Hvað kemur fram í norsku skýrslunni um samband Noregs og ESB?

Í liðinni viku fékk utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Störe, afhenta 900 blaðsíðna langa skýrslu um samband Noregs og Evrópusambandsins, Utenfor og innenfor: Norges avtaler med EU. Skýrslan er árangur tveggja ára rannsóknarvinnu tólf fræðimanna, sem skipaðir voru í nefnd af norsku ríkisstjórninni. Nefndinni var...

Hverjir eru vextir innan ESB, hver er vaxtamunurinn innan þess og hver er sambærileg vaxtatala fyrir Ísland?

Vextir innan Evrópusambandsins eru mjög mismunandi, sérstaklega ef horft er bæði á vexti til neytenda og fyrirtækja. Þar hefur ekki aðeins áhrif hvort viðkomandi land notist við evruna eða ekki heldur einnig hversu þróað bankakerfið er í viðkomandi landi. *** Þegar vextir eru bornir saman milli aðildarríkja...

Gætu kínversk fyrirtæki fjárfest á Íslandi án sérstakra undanþága ef við göngum í ESB?

Svarið er nei, að minnsta kosti ekki eins og staðan er í dag. Ekki hefur verið gerður fjárfestingasamningur milli Kína og Evrópusambandsins í heild sinni heldur hefur hvert aðildarríki, fyrir utan Írland, samið við Kína um tilhögun fjárfestinga á milli landanna. Því er líklegt að sem aðildarríki ESB gæti Ísland áf...

Leita aftur: